Nýjast á Local Suðurnes

Of Monsters and Men koma fram á Iceland Airwaves

Hljómsveitin Of Monsters and Men mun koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fram fer dagana 2.- 6. Nóvember næstkomandi, en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa undanfarið verið að tilkynna hvaða listamenn munu koma fram á hátíðinni.

Hljómsveitin bætist því í hóp sveita eins og Prins póló, Kiriyama Family, The Internet og Kano, svo einhverjar séu nefndar. Í myndbandi Airwaves hér fyrir neðan er svo að finna nöfn fleiri sveita sem munu koma fram á hátíðinni.