Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk í kirkjugarðinum við Njarðvíkurkirkju

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Skemmdarverk voru unnin í kirkjugarðinum við Innri-Njarðvíkurkirkju á dögunum. Árni Árnason fór að leiði föður síns og kom að því vanvirtu. Krossinn hafði verið rifinn upp og lá láréttur við leiðið. Það hafði jafnframt verið traðkað á leiðinu.

Árni vakti athygli á þessu í Facebook-hópnum Reykjanesbær – Gerum góðan bæ betri og Rúv greindi frá þessu í kjölfarið á vef sínum. Þar segir hann það sárt að koma að leiði ástvina þegar einhver eða einhverjir hafa gaman að því að ráðast á leiði. „Aðkoman var vægast sagt ótrúleg. Ég er miður mín yfir því að ekki sé hægt að sýna látnum virðingu,“ skrifar Árni.

Hann telur líklegt að það hafi verið börn sem hafi unnið þessi skemmdarverk. Hann brýnir fyrir foreldrum að fræða börn sín um kirkjugarða.

Þá hefur eitthvað verið sagt frá skemmdarverkum í görðum fólks undanfarna daga, á samfélagsmiðlunum, til dæmis voru gosbrunnur og ljós skemmd í garði í Innri-Njarðvík um helgina.