Nýjast á Local Suðurnes

Tveir skólar á Suðurnesjum loka komi til verkfalls

Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu laugardaginn 1. febrúar næstkomandi. Tveir skólar á Suðurnesjum loka, leikskólinn Holt og Heiðarskóli, báðir í Reykjanesbæ.

Verkföll leikskólakennara eru ótímabundin og mun leikskólinn Holt því loka ótímabundið þann 1. febrúar. Verkföll grunnskólakennara eru hinsvegar tímabundin og mun Heiðarskóli því loka frá 1. til 21. febrúar.