Nýjast á Local Suðurnes

Yfir þúsund krakkar mæta á Nettómótið um helgina

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, í samvinnu við Nettó og Reykjanesbæ standa fyrir árlegu körfuboltamóti í Reykjanesbæ helgina 4. og 5. mars 2023. Þetta er jafnframt 31. mót félaganna. Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2012 og síðar.

Það má búast má við þúsundum gesta til Reykjanesbæjar þessa helgi. Forsvarsmenn veitingastaða, verslana og aðrir sem bjóða upp á hverskyns afþreyingu eru hvattir til að vera vel undirbúnir undir helgina og tilbúnir til að taka við miklum fjölda gesta. Það er markmið allra sem koma að mótinu að taka vel á móti öllum þeim sem heimsækja okkur. Við viljum að gestir okkar kveðji Reykjanesbæ með jákvæðum hug að loknu móti, segir í tilkynningu.

Þátttaka í þetta skiptið er umfram væntingar, en
Alls hafa 23 félög boðað komu sína á Nettómótið 2023. Skráðir keppendur á mótið eru 1.080 og eru liðin á mótinu í ár 221 talsins frá eftirfarandi félögum:

Ármann, Breiðablik, Fjölnir, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, Keflavík, KR, Laugdælir, Njarðvík, UMF Samherjar, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.