Mynd að komast á hvernig skólastarfi verður háttað

Skólastarf í grunnskólum á Suðurnesjum verður með töluvert breyttum hætti í kjölfar þess að hertar sóttvarnarreglur hafa tekið gildi. Skipulagsdagur er í öllum skólum á Suðurnesjum í dag og er unnið að skipulagi skólastarfs. Mynd er þó óðum að komast á hvernig starfinu verður háttað til 17. nóvember næstkomandi, en gangi allt að óskum verða reglur rýmkaðar á ný þann dag.
Einhver munur verður á starfseminni eftir skólum og er fólki bent á að kynna sér málin vel á heimasíðum skólanna. Reglur sem gilda fyrir alla skóla eru á þann veg að nemendur í 1. – 4. bekk eru undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum og því ættu skólarnir að geta boðið upp á hefðbundið skólastarf í þeim árgöngum. Nemendur í 5. – 10. bekk þurfa að fara eftir 2 metra reglunni eða bera grímu, en misjafnt er eftir skólum hvernig kennslu verður háttað í þeim árgöngum.
Heimasíður allra grunnskóla á Suðurnesjum:
Heimasíður grunnskólanna í Reykjanesbæ:
Akurskóli, Heiðarskóli, Holtaskóli, Háaleitisskóli, Myllubakkaskóli, Njarðvíkurskóli, Stapaskóli
Heimasíður grunnskólanna í Suðurnesjabæ:
Sandgerdisskoli.is, Gerðaskóli
Heimasíða grunnskólans í Grindavík
Heimasíða grunnskólans í Vogum