Nýjast á Local Suðurnes

Fóru eftir Google maps og festu bílinn

Er­lent par hafði sam­band við lög­regl­una á Suður­nesj­um í gær­morg­un og sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar. Þau höfðu ætlað til Reykja­vík­ur en settu ranga staðar­ákvörðun inn í „Google maps“. Þau voru kom­in langt út fyr­ir Innri-Njarðvík þegar þau höfðu sam­band og þar að auki búin að festa bíl­inn.

Lög­regla kom þeim til aðstoðar og fylgdi þeim að af­leggj­ar­an­um að Reykja­nes­braut. Héldu þau svo leiðar sinn­ar áleiðis til Reykja­vík­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.