Nýjast á Local Suðurnes

Víkurfréttir fá átta milljónir frá ríkinu

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögur fjölmiðlanefndar um sérstakan rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla, til að mæta efnahagsáhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Suðurnesjafyrirtækið Víkurfréttir fær tæplega átta milljónir króna í rekstrarstuðning.

Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins fær hæstu fjárhæðina, eða 99,9 milljónir króna af þeim 400 milljónum króna sem ráðstafað er. Næst stærsta fjárhæðin rennur til Sýnar sem rekur Stöð 2, Bylgjuna og Vísi, 91 milljón krónur. Torg sem rekur Hringbraut og Fréttablaðið fær 64,8 milljónir króna.