Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær kaupir fjóra bílskúra

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að kaupa fjóra bílskúra að Sólvallagötu 42. Kaupverðið er 8,2 milljónir króna samkvæmt fyrirliggjandi kauptilboði, segir í bókun bæjarráðs vegna kaupanna.

Eigandi bílskúranna er Íbúðarlánasjóður og hefur bæjarráð áður heimilað kaup á skúr sem stendur við lóðina. Kaupverðið á þeim skúr var ein milljón króna og er því heildarupphæð viðskiptanna 9,2 milljónir króna.