Nýjast á Local Suðurnes

Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi – Ekki komin endanleg niðurstaða frá réttarmeinafræðingi

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út klukkan fjögur í dag, en hann var handtekinn þann 1. apríl síðastliðinn, fjórum dögum eftir að tilkynnt var um andlát sambýliskonu hans þann 28. mars. Ekki kom upp grunur um að neitt saknæmt hefði átt sér stað fyrr en við krufningu. Þá hefur ekki fengist endanleg niðurstaða úr krufningaskýrslu réttarmeinafræðings.