Ákærður fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í Sandgerði í lok mars. Fréttablaðið greindi fyrst frá.
Konan lést þann 28. mars síðastliðinn en maðurinn var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum síðar. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan.