Nýjast á Local Suðurnes

Starfsfólk Play fær ekki skutl til vinnu

Starfsfólk Play mun þurfa að verða sér sjálft úti um flutning til og frá Keflavíkurflugvelli, en íslensku flugfélögin hafa alla jafnt séð starfsfólki fyrir rútuferðum að flugvellinum.

Starfsfólk mun þó fá bifreiðastyrk á móti að sögn samskiptastjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Fyrirkomulag Play mun vera það sama og tíðkast almennt erlendis.

Starfsfólki forverans, WOW-air, var ekið til og frá vinnu og hafði Suðurnesjafyrirtækið Crew samning um þann akstur.