Nýjast á Local Suðurnes

Reynir tapaði nágrannaslagnum – Eiga þó enn möguleika á að fara upp

Víðismenn lögðu nágranna sína í Reyni frá Sandgerði í 3. deildinni 3-1. Milan Tasic skoraði tvö marka Víðis og Tómas Jónsson setti eitt mark. Mark Reynismanna skoraði Hafsteinn Rúnar Helgasson.

Önnur úrslit í deildinni voru Reynismönnum hagstæð þannig að þeir eiga enn möguleika á að vinna sér sæti í 2. deildinni. Víðismenn eru hinsvegar öruggir um að halda sæti sínu í deildinni að ári en eftir erfiða byrjun hafa þeir heldur betur hrokkið í gang og unnið hvern leikinn á fætur öðrum.

Næstu leikir liðanna fara fram þann 12. september þegar Víðsmenn taka á móti liði KFR og Reynismenn heimsækja lið KFS.