Nýjast á Local Suðurnes

Þróttur upp um deild eftir stórsigur á Reyni Sandgerði

Þróttarar tryggðu sér í dag sæti í 2. deildinni í knattspyrnu með sigri á grönnum sínum í Reyni Sandgerði. Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og enduðu tímabilið á sannkallaðri sýningu, en leiknum lauk með 5-0 sigri Þróttar.

Shane Haley skoraði tvö fyrstu mörk Þróttara og þeir Garðar Benediktsson, Tómas Ingi Urbancic og Elvar Freyr Arnþórsson eitt mark hver.

Reynismenn voru þegar fallnir fyrir leikinn og mun liðið því leika í 4. deildinni á næstu leiktíð.