Keflvíkingar efstir fyrir lokaumferðina

Keflavík hélt toppsætinu í Inkasso-deildinn í knattspyrnu, þegar liðið lagði Fram að velli á Nettó-vellinum í dag.
Það var Adam Árni Róbertsson sem skoraði eina markið í leiknum. Keflavík hefur eins stigs forskot á Fylki á toppi deildarinnar fyrir lokaumferð deildarinnar.