Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í bifreið á Reykjanesbraut

Eldur kom upp í bifreið á Reykjanesbraut, til móts við flugstöð Leifs Eiríkssonar, á fimmta tímanum í dag. Vel logaði í bifreiðinni eins og sjá má á myndinni sem vegfarandi sendi á sudurnes.net.

Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki, en umferð gekk hægt um svæðið að sögn sjónarvotta.