Nýjast á Local Suðurnes

Höfða mál gegn ABK – Fækka líklega strætóferðum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) ákvað á fundi sínum þann 8. nóvember síðastliðinn að höfða mál gegn félaginu ABK ehf. (áður SBK ehf.) sem er í eigu Kynnisferða, vegna ákvörðunar félagsins um að segja upp þjónustusamningi um akstur strætisvagna milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur.

Reynt er að ná samningum við nýjan þjónustuaðila. Í tilkynningu frá SSS kemur fram að vegna stöðunnar verði strætóferðir að líkindum ekki jafn-tíðar og tíðkast hefur síðustu ár, segir á vef RÚV.

Rekstur strætóleiðar 55 var boðinn út haustið 2014. Fyrirtækið SBK átti lægsta tilboðið og skrifaði undir samning við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum um reksturinn. Í lok september tilkynnti fyrirtækið að það hyggðist rifta samningnum frá og með næstu áramótum.