Nýjast á Local Suðurnes

Starfsfólk skrifstofu Vísis nældu sér í 13 rétta í getraunum

Starfsfólk skrifstofu Vísis hf. gerðu sér lítið fyrir um helgina og nældu sér í 13 rétta á enska seðlinum í getraunum og höfðu þau rúmar 420 þúsund krónur upp úr krafsinu. Þessi hópur hefur tippað saman í áraraðir en þetta er þetta í þriðja skiptið sem þau næla í þann stóra.

Risapottur og risakerfi

Það verður risapottur hjá Getraunum um helgina og stefnir potturinn í 180 millur og auðvitað reynum við að ná í þessar millur og verðum með RISAKERFI í getraunaþjónustunni í Gula húsinu. Við höfum sama háttinn á þessu og síðast. Hluturinn kostar 3.000 kr.-, og þú mátt kaupa eins marga og þú vilt, sölu lýkur kl. 12:30 á laugardaginn, segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

Til þess að vera með þarftu að leggja inná 0143-05-60020, kt: 640294-2219 og senda kvittun ábjarki@thorfish.is Þeir sem vilja vera í áskrift í risakerfinu þetta tímabil þurfið að hafa samband við Bjarka Guðmunds í síma 894-3134 eða á email bjarki@thorfish.is eða bara líta við í Gula húsið á opnunartíma í kaffispjall.

Getraunaþjónustan er opin í Gula húsinu alltaf á laugardögum frá kl 11:00 til kl 13:30 þar er boðið uppá kaffi og bakkelsi frá Hérastubbi Bakara.