Nýjast á Local Suðurnes

Hætta við sameiningu Kölku og Sorpu

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að hætta samningaviðræðum um sameiningu Kölku við Sorpu.

Starfshópur sem skipaður var til að kanna kosti og galla sameiningar lagði til að fallið verði frá hugmyndum um sameiningu Sorpu og Kölku. Bæjarráð samþykkir þá tillögu fyrir sitt leyti.

Þá var samþykkt að starfshópurinn starfi áfram til að kanna grundvöll fyrir formlegu samstarfi sorpsamlaga á suðvesturhorni landsins.