Nýjast á Local Suðurnes

Tekjur á hvert stöðugildi hjá Icelandair Group um 40 milljónir á ári

Framleiðslu- og vinnsluvirði á hvern starfsmann í stærstu ferðaþjónustugreinunum er hæst í flugi, enda krefst sú grein mikilla fjárfestinga og eldsneytiskostnaður er hlutfallslega hár. Einnig virðist sem mesta framleiðniaukningin hafi orðið í flugi, en þar jókst framleiðsluvirði á hvern starfsmann um 6%. Í öðrum atvinnugreinum ferðaþjónustunnar lækkaði framleiðsluvirði á hvern starfsmann, þó minnst í veitingaþjónustu.

Þessar tölur eru í takt við ársreikninga stærsta ferðaþjónustufyrirtækisins, Icelandair Group. Samkvæmt þeim eru tekjur á hvert stöðugildi að raunvirði árið 2014 nánast þær sömu og árið 2008, eða um 40 milljónir króna. Í ársreikningunum má einnig sjá að tekjur á starfsmann hjá Icelandair féllu um ríflega 7% að raunvirði milli 2013 og 2014, þetta kemur fram í Markaðspunktum Arionbanka um vöxt í ferðaþjónustu, en þar kemur einnig fram að þrátt fyrir vöxtinn er framleiðnin ekki að aukast.