FöstudagsÁrni veltir fyrir sér Ljósanótt – Verður flugeldasýningin hljóðlaus?
Borgarsjóðsóreiðan, hlóðlát Ljósanótt og og fyrsta skita forsetans er meðal þess sem ber á góma í föstudagspistlinum að þessu sinni.
Ljósanæturhátíðin er hafin í mínum gamla heimabæ með allri sinni dýrð. Nema að tónlistarmenn hafa stigið fram og bannað flutning á verkum sínum á hátíðinni. Okkar ástkæri Gunnar Þórðarson reið á vaðið eftir slæm samskipti við undirstofnun bæjarfélagsins. Málið var ekki útskýrt nánar og þar sem ég er forvitinn hef ég hugsað þetta fram og til baka. Vildi Gunnar fjarstýringu á umferðarljósin í bænum ? Brennd pizza á Langbest? Nei þó svo að Langbest hefur verið órjúfanlegur hluti af bænum um árabil þá flokkast staðurinn ekki sem undirstofnun. En mesta sjokkið er að Leoncie hefur bannað flutnig á tilteknu lagi frá sér. Veit ekki alveg hvort það sé einhver refsing í því fyrir hátíðargesti og ég veit ekki til þess að það hafi nokkurntíman verið leikið á hátíðinni. Málið hefur undið upp á sig og hafa stjórnvöld í Kína ákveðið að standa með tónlistarmönnunum og bannað hvellettur í flugeldunum og verður því flugeldasýningin hljóðlaus þetta árið. Til að toppa þögnina á hátíðinni þá er kynnirinn með hálsbólgu og rámur og mun því kynna hátíðardagskránna á táknmáli.
Það er víst ekki nóg að rétt um 9% þjóðarinnar styðji Samfylkinguna,heldur er sama ásóknin í prófkjör flokksins. Í norð-vesturkjördæmi eru aðeins þrír frambjóðendur í prófkjörinu. Slæma við þetta er að Ólína Þorvarðardóttir er ein af frambjóðendum og ef hún sigrar gæti þjóðin setið uppi með hana. En ég var að spá í hvernig reglurnar eru í prófkjörinu, „veldu að lágmarki 6 og að hámarki 8 frambjóðendur.“
Assa Sólveig deildi með samskiptaheiminum lífsreynslu sinni um heimilisofbeldi í vikunni. Sonur Össu sló hana í andltið með titrara. Já þessir breyttu tímar sem við búum í. Ekki fyrir svo löngu fjárfesti hugað fólk í hjálpartækjum svo lítið bæri á og faldi eins og eiturlyf og þorði ekki fyrir sitt litla líf að viðurkenna slíkt eignarhald. Núna er þetta orðið jafn sjálfsagt og O‘maggio vasar og Kartel lampar, er til á öðru hverju heimili og þykir ekkert tiltöku mál að börnin sveifli þessu fram og til baka. Guttinn greip í reðurinn og skellti í andlitið á mömmu sinni eins og ekkert væri sjálfsagðara en að fá þetta í andlitið.
Hik er sama og að tapa á vel við hvað varðar Plain Vanilla. Skelfilegt að taka þá ákvörðun að selja ekki á 12 milljarða og þremur árum síðar er öllu skellt í lás – fjörið búið. Velgengni fyrirtækisins var með eindæmum, draumur allra sem fylgdust með. En þegar stolpur fyrirtækisins er ein vara og þar að segja öll eggin í sömu körfunni er voðin vís. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þorsteini líður þessa stundina, það eru ekki margir sem tapa 12 milljörðum með að segja einfalt nei – þetta nei er örugglega dýrasta nei Íslandssögunnar.
Hálf kjárnaleg tilfinning læddist að mér í vikunni þegar ég átti leið fram hjá Hlemmi. Þar standa yfir endurbætur á húnæðinu sem kosta skattgreiðendur yfir 100 milljónir. Ég hef aldrei vitað til þess að að leigusali ráðist í breytingar á húsnæði svo það hugnist leigjenda. Á sama tíma eru leik- og grunnskólastarf borgarinnar á þolmörkum. Endalaus niðurskurður á blessuð börnin, en borgarfullrúar og aðrir áhángandur bíða með glampan í augunum að geta rölt á matarmarkað á Hlemmi. Þetta er enn eitt dæmi um ranga forgangsröðun í borgarmálum. Það verður yndislegt þegar þessi borgarmeirihluti fer frá í næstu kosningum. Það mun taka mörg ár að vinna upp skuldaóreiðuna og vinda ofan af óþolandi vannærðri grunnþjónustu borgarinnar.
Við búum í fjölmenningarsamfélagi og fyrir mörgum árum vandi maður sig á að tala íslensku við alla og ef annað kom í ljós bregður maður fyrir sér enskunni. Forseti íslends er ekki búinn að átta sig á þessu þrátt fyrir að vera kvæntur konu sem er frá Kanada. Á dögunum vann íslenskur maður af póslkum uppruna siglingarafrek og nýkrýngd ungfrú Íslands er einnig af póslkum uppruna – samt kastar Guðni forseti kveðju á landsliðsmann okkar í körfubolta „good luck.“ Til að toppa vandræðaganginn biður Guðni afsökunar sem er ein sú versta sem ég hef séð. „Sorry my bad“ – forsetinn afsakaði sig í slettukenndu máli sem mest líkist tali eða riti unglinga. Fyrirrennarar Guðna í embætti hafa langt ríka áherslu á varðveislu íslenskrar tungu og ávallt talað og ritað tungumálið okkar á fallegan og virðulegan hátt. Þetta er fyrsta skita Guðna í buxurnar í embætti og það verður fróðlegt að sjá hvort hann heldur því áfram, ég verð á vaktinn.
Góða helgi