Nýjast á Local Suðurnes

Glæfralegur framúrakstur á Reykjanesbraut – “Þakka fyrir hverja ferð sem ég kemst heim heil á húfi”

Mynd: Skjáskot Youtube

Ung kona af Suðurnesjum segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hún ekki verið með hugann við aksturinn á Reykjanesbraut í dag, en hún þurfti að víkja út í kant þegar ökumaður sem kom úr gagnstæðri átt tók fram úr röð bifreiða. Frá þessu greinir konan í hópnum Stopp-Hingað og ekki lengra á Facebook.

Konan segir svona akstur vera daglegt brauð á Reykjanesbraut, en hún segist þakka fyrir hverja ferð sem hún kemst heim heil á húfi þegar eftir að hafa keyrt Reykjanesbrautina.

Myndbandið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.