Nýjast á Local Suðurnes

Allt að 60% af ráðstöfunartekjum fer í húsaleigu – Leiguverð hæst í Njarðvík

Innri - Njarðvík

Samkvæmt opinni könnun á meðal leigjenda á suðurnesjasvæðinu sem framkvæmd var af skuldlaus.is er leiguverð hæst í Njarðvík en lægst á Ásbru. Fermetraverð í Njarðvík er 1260 kr. en 1009 kr. á Ásbrú samkvæmt könnuninni. Fermetraverðið í Keflavíkurhverfi er 1167 kr.

Flestir leigjendur í Keflavík nýta sér húsaleigubætur samkvæmt könnuninni eða tæp 79%, á Ásbrú nýta 75% sér húsaleigubætur.

Í Keflavík fara um 30% ráðstöfunartekna fólks í húsaleigu, hlutfallið á Ásbrú er 32% en í Njarðvík fara 40% af ráðstöfunartekjum fólk í húsnæðiskostnað – Í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig fram að 9% þeirra sem svöruðu borga yfir 60% af ráðstöfunartekjum sínum í húsaleigu.

Þegar niðustöður könnunarinnar eru skoðaðar með tilliti til herbergjafjölda kemur í ljós að leigjendur í 4 herbergja húsnæði greiða tælega 50% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað.

Könnunin er sem fyrr segir unnin af Skuldlaus.is og er enn opin á vefnum, eru íbúar Suðurnesja hvattir til að taka þátt í henni.