Nýjast á Local Suðurnes

Hækkun lóðaleigu rangt reiknuð – Fékk tugþúsunda endurgreiðslu

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Íbúi í Reykjanesbæ greinir frá því í opinni færslu á einni af síðum íbúa í Reykjanesbæ á Facebook að hann hafi verið ofrukkaður um lóðarleigu af Landeigendafélagi Njarðvíkur. Í hans tilfelli var um töluverða upphæð að ræða og hvetur viðkomandi aðra leigutaka til að skoða sína samninga

Töluvert hefur verið rætt um lóðarleigu í Reykjanesbæ undanfarin misseri á samfélagsmiðlum og þá aðallega mikla hækkun á leigunni undanfarið. Í slíkum umræðum hefur komið fram að afar mismunandi sé hvernig hækkun sé reiknuð út og hversu mikið leigan virðist hækka.

Hér fyrir neðan má sjá fyrrnefnda færslu, en þar lýsir viðkomandi því hvernig hans lóðarleigu sé reiknuð út.

Nú vil ég byðja alla í Reykjanesbæ sem eru með fasteign á leigulandi landeigendafélagsins í Njarðvík að skoða leigusamninginn sinn og skoða forsendur leigugjaldsins sem notaðar eru til útreiknings þess. Ég borgaði 94,000 í fyrra og fékk reikning í heimabanka minn án nokkura sundurliðunar eða útskýringa á forsendum upphæðar reiknings uppá 154,000 núna 1 Janúar, Eftir að ég skoðaði leigusamninginn minn þá kom í ljós að ég hef verið að borga allt of mikið. Minn samningur hljóðar uppá 5% af dagvinnulaunum verkamanns hjá VSFK og fékk ég þá 60,000 endurgreitt frá því í fyrra og reikningurinn lækkaði úr 154,000 í 33,000 fyrir þetta ár. Skoðið samningana ykkar vel hægt er að fá afrit af honum hjá sýslumanninum og látið reikna þetta út fyrir ykkur.