Nýjast á Local Suðurnes

Opið allan sólarhringinn á virkum dögum á Ljósmæðravakt HSS

Sólarhringsþjónusta er nú í boði á ný á virkum dögum á Ljósmæðravakt HSS. Enn um sinn verður þjónusta þó skert um helgar og verður opið á milli 8 og 16.

HSS tilkynnti á dögunum um skerðingu á þjónustu við verðandi mæður vegna óviðráðanlega aðstæðna og manneklu. Vaktin var því  lokuð á næturnar.

HSS bendir konum sem þurfa á aðstoð eða ráðgjöf að halda á lokunartíma um helgar, að leita á kvennadeild Landspítalans í síma 543 1000 eða slysa og bráðamóttöku HSS í gegnum neyðarlínuna í síma 112.