Nýjast á Local Suðurnes

Elvar Már lykilmaður í sögulegum sigri Barry háskólans

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn ungi, Elvar Már Friðriksson, átti sannkallaðan stórleik þegar Barry háskólinn tryggði sér réttinn til að leika í 8 liða úrslitum bandaríska háskólaboltans. Elvar var stigahæstur í liði Barry með 21 stig, auk þess að eiga fimm stoðsendingar.

Barry sigraði leikinn sem var gegn Alabama Huntsville 87-83 og skoraði Elvar Már gríðarlega mikilvægar þriggja stiga körfur á lokamínútum sem tryggðu liðinu leikinn í 8 liða úrslitunum, en þetta er í fyrsta sinn sem Barry háskólinn kemst þetta langt í keppninni.

Barry leikur gegn Lincoln Memorial þann 23. mars næstkomandi klukkan. 17 að íslenskum tíma.