Nýjast á Local Suðurnes

Mikil bæting hjá Elvari Má – Kláruðu árið með risasigri

Elvar Már Friðriksson

Elvar Már Friðriksson og félagar í körfuknattleiksliði Barry háskóla í Bandaríkjunum kláruðu árið með stæl þegar þeir lögðu NAIA Xavier að velli með 96 stigum gegn 68 á gamlársdag. Elvar lék 27 mínútur í leiknum og skoraði 14 stig.

Elvar Már hefur bætt sig töluvert það sem af er tímabili, hann hefur skorað að meðaltali 15,2 stig og gefið 8,5 stoðsendingar á þeim 32 mínútum sem hann spilar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili lék kappinn að meðaltali 33 mínútur í leik, skoraði 10,8 stig og gaf 8 stoðsendingar.