Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar skoða möguleika á hækka laun þeirra lægst launuðustu

Bæjarráð Grindavíkur er með til skoðunar tillögu um að hækka launakjör þeirra starfahópa sem lægsta launaflokk taka hjá sveitarfélaginu.

Tillagan var lögð fram á fundi ráðsins þann 16. janúar síðastliðinn og afgreidd á þann hátt að sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs sveitarfélagsins var falið að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta fund ráðsins.