Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarráð hefur fulla heimild til að halda aukafundi og greiða fyrir fundarsetu

Á 488. fundi bæjarstjórnar Grindavíkur var 1490. fundargerð bæjarráðs tekin til kynningar. Af því tilefni var lögð fram bókun Hallfríðar Hólmgrímsdóttur, Miðflokknum, varðandi kostnað vegna aukafunda bæjarráðs, og samþykkt var að bókuninni yrði svarað á næsta bæjarráðsfundi.

Það var og gert, en bókun B og D lista vegna málsins í heild sinni hljómar svo:
Meirihluti bæjarráðs boðaði til aukafundar vegna viðtala við umsækjendur, fyrir lá að tveir sviðsstjórar höfðu sagt upp störfum og vildu hætta sem fyrst. Til að svara fyrirspurn varðandi að ekki voru birtar fundargerðir 1490 og 1491 á vef Grindavíkurbæjar átti eftir að tilkynna umsækjendum starfanna um niðurstöðu bæjarráðs. Því var beðið með birtingu.
28. gr Bæjarmálasamþykktar Grindavíkur, hljóðar svo:
“Fundartími bæjarráðs.
Bæjarráð skal að jafnaði halda fund einu sinni í viku þær vikur sem bæjarstjórn fundar ekki. Bæjarstjórn ákveður fundartíma bæjarráðs í upphafi kjörtímabils.
Aukafundi skal halda ef bæjarstjóri, formaður bæjarráðs eða a.m.k. tveir bæjarráðsmenn óska þess”.
Samkvæmt framansögðu er full heimild til að halda aukafundi og greiða fyrir fundarsetu.
Fulltrúar B- og D-lista.