Nýjast á Local Suðurnes

Tvær vikur í að göngustígar verði að fullu opnaðir

Nú er unnið að því að fjarlægja snjó með gröfum og vörubílum af Hringbraut. Unnið verður að því í dag og á morgun. Fólk er beðið um að færa bifreiðar sínar á þau svæði sem hafa verið mokuð þannig að hreinsun klárist sem fyrst svo komist verði aðrar götur einnig, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Allar húsagötur hafa verið skafnar og breikkaðar eins og nokkur er kostur. Áhersla er lögð á hreinsun við stofnanir sveitarfélagsins.

Langt er í land með að göngustígar verði að fullu opnaðir – við gefum okkur a.m.k. 2 vikur í það, en þar er þrengslum og bifreiðum meðal annars um að kenna. Fólk þarf að passa að vera vel skóað og vel ferðafært því gönguleiðir eru ekki góðar.

Í tilkynningunni er að lokum þakkaður sá skilningur sem bæjarbúar hafa sýnt á stöðunni.

Mynd: Facebook / Reykjanesbær