Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur um málefni kísilverksmiðju

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Miðvikudaginn 21. nóvember næstkomandi klukkan 20:00 heldur Stakksberg, rekstraraðili kísilmálmverksmiðju í Helguvík, íbúafund í Hljómahöllinni um málefni verksmiðju fyrirtækisins.

Á fundinum munu ráðgjafar Stakksbergs fara yfir vinnu vegna nýs umhverfismats, vinnu við deiliskipulag og fyrirliggjandi úrbótaáætlun.

Allir eru velkomnir á fundinn, en að loknum framsögum verður opnað fyrir spurningar. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.