Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar hratt í sóttkví

Alls eru 45 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni og því í einangrun á Suðurnesjasvæðinu. Þannig hefur fjölgað um fjóra á síðustu tveimur dögum.

Þetta má sjá á vef landlæknis og Almannavarna, covid.is, en þar kemur einnig fram að 426 einstaklingar séu nú í sóttkví á Suðurnesjum.