Nýjast á Local Suðurnes

Verðmætum hvarfakútum stolið úr fjölda bílaleigubíla

Lögreglan á Suðurnesjum segir, í samtali við fréttastofu RÚV, að verið sé að rannsaka þjófnað á hvarfakútum úr bifreiðum í eigu bílaleigu. Um er að ræða nokkra tugi hvarfakúta.

Lögregla segir að enn sem komið er sé fátt um vísbendingar í málinu.

Hvarfakútar eru afar verðmætir og tjónið því töluvert. Hvarfakútar hafa það hlutverk í bifreiðum að draga úr mengun og innihalda einhverja af eðalmálmunum palladíum, silfur, hvítagull, platína eða rodium.