Nýjast á Local Suðurnes

Endurbætur á Myllubakkaskóla munu kosta um fjóra milljarða

End­ur­bæt­ur vegna myglu sem greindist í Myllu­bakka­skóla munu kosta Reykjanesbæ um fjóra millj­arða króna. Þetta staðfest­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið, en fjallað er um málið í blaðinu í gær.

Tölu­verð mygla hefur greinst í ­skólahúsnæðinu á síðustu árum og þurfti fjöldi starfs­manna skól­ans að fara í veik­inda­leyfi vegna þess. Áður hafa lag­fær­ing­ar farið fram á skól­an­um, sem orðinn er 70 ára, en þær hafa ekki skilað ár­angri.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn lögðu fram bókun varðandi málið á fundi bæjarráðs á dögunum, en þeir telja mik­il­vægt að fá sér­stakt kostnaðarmat á því hvað það kosti að byggja nýj­an skóla áður en farið sé í kostnaðarsam­ar end­ur­bæt­ur á gam­alli bygg­ingu.