Már bætti 29 ára gamalt heimsmet
Sundkappinn Már Gunnarsson setti í gær heimsmet í 200 metra baksundi. Árangurinn verður að teljast sérlega glæsilegur í ljósi þess að eldra metið var sett fyrir 29 árum.
Gamla metið var 2:33.42 frá árinu 1992, en Már synti á 2:32,31.
“Það er mögnuð tilfinning að kljúfa múr sem enginn blindur einstaklingur hefur farið i gegnum! Í vikunni fékk ég einnig skemmtilegan póst þar sem mér var tilkynnt um þátttökurétt minn á evrópumeistarmótinu á Madeira brottför 10 maí nk, get ekki beðið.” Segir Már á Facebook-síðu sinni.