Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík áfram en oddaleikur í Grindavík

Keflvíkingar munu mæta KR-ingum í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir að hafa lagt Tindastól að velli í TM-Höllinni í gær, 83-73. Grindavík tapaði hins vegar í Þorlákshöfn, gegn sterku lið Þórsara, 88-74, og því þarf oddaleik til, sem fram fer í Grindavík.

Mikil barátta einkenndi leik Keflavíkur og Tindastóls, sem kom niður á gæðum leiksins, en Amin Stevens átti stórleik og skoraði 29 stig fyrir Keflavík og tók 23 fráköst, en Magnús Már átti einnig flottan leik með 27 stig fyrir Keflvíkinga.

Þórarar spiluðu fanta fína vörn gegn Grindvíkingum í gær og það skilaði þeim oddaleiknum. Grindvíkingar áttu í erfiðleikum með að stöðva erlendan leikmann Þórsara, Tobin Carberry, sem skoraði 25 stig. Ólafur Ólafsson og Lewis Clinch sem voru atkvæða mestir, báðir með 21 stig