Nýjast á Local Suðurnes

Opnað fyrir aðgengi að Grindavík

Opnað hefur verið fyr­ir aðgengi að Grinda­vík­ur­bæ, þannig að nú er mögulegt að aka inn í bæ­inn hindr­un­ar­laust.

Opnunin er unnin í sam­ráði við rík­is­lög­reglu­stjóra og hefur al­manna­varn­arstig í bæn­um verið fært af hættu­stigi yfir á óvissu­stig.

Lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um hefur lagt áherslu á að íbú­ar og gest­ir dvelja inni á hættu­svæði á eig­in ábyrgð. Þá hef­ur hann einnig und­ir­strikað að Grinda­vík sé ekki staður fyr­ir börn.