Opnað fyrir aðgengi að Grindavík
Opnað hefur verið fyrir aðgengi að Grindavíkurbæ, þannig að nú er mögulegt að aka inn í bæinn hindrunarlaust.
Opnunin er unnin í samráði við ríkislögreglustjóra og hefur almannavarnarstig í bænum verið fært af hættustigi yfir á óvissustig.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur lagt áherslu á að íbúar og gestir dvelja inni á hættusvæði á eigin ábyrgð. Þá hefur hann einnig undirstrikað að Grindavík sé ekki staður fyrir börn.