Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í morgun

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út klukkan 05:53 í morgun og neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli eftir að flugstjóri flugvélar Air Iceland Connect tilkynnti um bilun í hreyfli. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað út og Brunavarnir Suðurnesja sendu alla sjúkrabíla sína á vettvang fyrir utan tvö sem voru að sinna öðrum útköllum.
Flugvélin lenti heilu á höldnu og sakaði engan klukkan 06:12, segir á vef mbl.is. Flugvélin var að að koma frá Akureyri en flogið er daglega þaðan á Keflavíkurflugvöll.