Nýjast á Local Suðurnes

Mikill viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í morgun

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út klukk­an 05:53 í morgun og neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli eftir að flugstjóri flugvélar Air Iceland Connect tilkynnti um bilun í hreyfli. Allt til­tækt lið lögreglu var kallað út og Bruna­varn­ir Suður­nesja sendu alla sjúkra­bíla sína á vett­vang fyr­ir utan tvö sem voru að sinna öðrum út­köll­um.

Flugvélin lenti heilu á höldnu og sakaði eng­an klukkan 06:12, segir á vef mbl.is. Flug­vél­in var að að koma frá Ak­ur­eyri en flogið er dag­lega þaðan á Kefla­vík­ur­flug­völl.