Nýjast á Local Suðurnes

Dæmd til að greiða lesbísku pari á aðra milljón

Kona úr Reykjanesbæ var dæmd í skilorðsbundið fangelsi til þriggja mánaða og til að greiða lesbísku par­i tæplega 1,3 milljónir króna í skaðabæt­ur eftir að hafa hótað, hrellt og niður­lagt parið með öðrum hætti. 

Hót­an­irnar voru munn­leg­ar, samkvæmt dómnum, en líka með lát­bragði eins og að draga vísi­fing­ur yfir háls sinn. Þá skrifaði hún stór­um stöf­um með máln­ingu á göt­una við heim­ili þeirra orð með til­vís­an­ir í kyn­færi kvenna.