Nýjast á Local Suðurnes

Ljósanæturtívolí tókst á loft

Töluvert hvassviðri hef­ur verið á Suðurnesjum í kvöld og hafa björg­un­ar­sveit­ir verið kallaðar út. Flest út­köll hafa snúið að foki.

Jón Þór Víg­lunds­son­, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar sagði, í spjalli við mbl.is að mest hafi verið að gera hjá björg­un­araðilum í tengsl­um við veðrið á Suður­nesj­um þegar tív­olíið sem sett var upp fyr­ir ljós­anótt hafi tekið að fjúka. 

Þá sagði hann einnig tals­vert af út­köll­um vegna þakplatna sem hafi fokið og að þak hafi fokið í Njarðvík.