Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á fleygiferð á Grindavíkurvegi

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði öku­mann um helg­ina sem hafði ekið á 122 km hraða á Grinda­vík­ur­vegi þar sem há­marks­hraði er 90 km/klst.

Lög­regl­an stöðvaði einnig öku­menn vegna gruns um akst­ur und­ir áhrif­um ölv­un­ar og/​eða fíkni­efna, segir í tilkynningu.

Einn þeirra viður­kenndi að hafa neytt fíkni­efna og var hann með fíkni­efni á sér. Farþegi í bif­reiðinni var einnig hand­tek­inn, grunaður um fíkni­efnam­is­ferli.