Nýjast á Local Suðurnes

Kaffi Duus opnar eftir breytingar – Sjáðu myndirnar!

Veitingarstaðurinn Kaffi Duus hefur opnað á ný, en staðurinn hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna breytinga. Staðurinn sem opnaði fyrst árið 1997 sem kaffihús, en hefur undanfarin ár sérhæft sig í sjávarréttum við góðan orðstír, hefur stækkað og breyst mikið í gegnum tíðina.

Breytingarnar að þessu sinni hafa heppnast einstaklega vel eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem birtar voru á Facebook-síðu staðarins, en þar má jafnframt finna fleiri myndir.