Nýjast á Local Suðurnes

Skellt í lás á Básnum

Olís hefur lokað þjónustustöð sinni Básnum við Vatnsnesveg í Reykjanesbæ, en þar hefur verið rekin eldsneytisafgreiðsla undanfarna áratugi.

Ný þjónustustöð fyrirtækisins við Fitjar verður opnuð í byrjun júní næstkomandi, en þar verður meðal annars að finna veitingastaðina Grill66 og Mini-Lemon.