Nýjast á Local Suðurnes

Brugga bjór í Grindavík

Nýtt brugghús hefur hafið starfsemi í Grindavík og er stefnan sett á að hafa fimm tegundir í framleiðslu á hverjum tíma.

Rætt er við þá Steinþór Júlíusson og Hjört Pálsson, stofnendur brugghússins 22.10, í jólablaði Járngerðar sem nálgast má í heild sinni hér. 

Til að byrja með verður lögð áhersla á að taka á móti hópum í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 11 í Grindavík, hvort sem það eru vinahópar, vinnuhópar eða annað. Þá er gert ráð fyrir að opnunartímar verði þannig að fólk geti kíkt við og fengið sér bjór.

“Við erum spenntir fyrir að sjá hvernig þetta fer af stað hjá okkur og  munum við þróa starfsemina með tímanum.” Segja félagarnir í viðtalinu.