Nýjast á Local Suðurnes

Sara önnur á Wodapalooza

Einvígi Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur og Tia-Clair Toomey, heimsmeistaran í crossfit, á Wodapalooza crossfit-mótinu sem fram fór um helgina í Miami á Flórída var stórskemmtilegt eins og búist var við, en Sara varð þó að láta sér linda annað sætið að þessu sinni.

Sara endaði keppni með 770 stig, en Toomey náði 38 stigum meira að þessu sinni eða 808.

Crossfit Suðurnes átti einnig fulltrúa á mótinu, sem stóðu sig með prýði, en þau Andri Hreiðarsson, Jóhanna Júlíusdóttir, Stefanía Júlíusdóttir og Óskar Marinó Jónsson, enduðu mótið í 13 sæti með 445 stig eftir brösulega byrjun.