Nýjast á Local Suðurnes

Keflavíkurstúlkur setja blek á blað – Leika til úrslita í Lengjubikar í kvöld

Knattspyrnudeild Keflavíkur gekk á dögunum frá samningum við sex leikmenn kvennaliðs Keflavíkur.  Þessir leikmenn eru á myndinni með fréttinni frá vinstri: Ljiridona Osmani, Sveindís Jane Jónsdóttir, Birgitta Hallgrímsdóttir, Amber Pennymaker, Þóra Kristín Klemensdóttir og Brynja Pálmadóttir.

Keflavíkurliðið sem er að mestu skipað ungum og efniegum leikmönnum hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og leikur til að mynda til úrslita í Lengjubikarnum í kvöld klukkan 19:30.