Nýjast á Local Suðurnes

Miðasala á undanúrslitin í Ljónagryfjunni í kvöld

Miðasala á undanúrslitaviðureign Njarðvíkur og KR í Geysisbikar karla fer fram í Ljónagryfjunni frá klukkan 19.30 í kvöld. Í tilkynningu á Fésbókarsíðu Njarðvíkinga segir að mikilvægt sé að tryggja sér miða fyrir leikdag þar sem ágóði af þeirri sölu rennur til körfuknattleiksdeildarinnar.

Ef menn komast ekki í Ljónagryfjuna í kvöld má tryggja sér miða hér og styðja þannig við bakið á félaginu.

Sérhannaðir stuðningsmannabolirnir verða einnig til sölu og er um að gera að tryggja sér slíkan grip þar sem Njarðvíkingar stefna á að hafa sem flesta grænklædda í höllinni. Eftir því sem öruggar heimildir Suðurnes.net herma er besta kaffi heims mallað í Ljóngryfjunni og lofa þeir grænklæddu að heitt verði á könnunni frá klukkan 19:30.