Reykjanesið áberandi í Ófærð – Myndir!
Vinsælasta sjóvarpsefnið hér á landi um þessar mundir, spennuþættirnir Ófærð, er að töluverðu leyti tekið upp á Reykjanesskaganum, þrátt fyrir að eiga að gerast Siglufirði..
Stöðvarhús virkjunarinnar sem kemur mikið fyrir í þáttunum er til að mynda stöðvarhús Reykjanesvirkjunar, auk þess sem sjá má Kleifarvatn, sem staðsett er milli Sveifluhálsar og Vatnshlíðar, blasa við í fjölmörgum tökum þáttanna.
Mun nánar er farið út í staðsetningar og fjömargar myndir birtar af tökustöðum í afar áhugaverðri umfjöllun á vef Grindavíkurbæjar.