Bilzerian mætti aftur á Diamond Suites
Glaumgosinn og fjárhættuspilarinn Dan Bilzerian, sem hvað þekktastur er fyrir að njóta lífsins og deila myndum af líferninu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlunum er mættur hingað til lands í annað skiptið á þremur árum.
Líkt og í fyrri ferðinn hóf kappinn leik á Diamond Suites á Hótel Keflavík, en þar á bæ kostar nóttin um milljón krónur. Fjöldi fagurra kvenna fylgir Bilzerian um landið í þetta skiptið þannig að reikningurinn verður vætanlega í hærri kantinum að þessu sinni.
Bilzerian dásamaði matinn á hótelinu í síðustu ferð og var óspar á að deila myndum af hlaðborðinu með 27 milljón fylgjendum sínum á samfélagsmiðlunum og hann gerði slíkt hið sama í þetta skiptið eins og sjá má hér fyrir neðan.