Glæsileg einkaflugvél Dan Bilzerian á Keflavíkurflugvelli – Myndir!
Glaumgosinn Dan Bilzerian er staddur hér á landi og gistir meðal annars á Diamond Suites á Hótel Keflavík, eins og Sudurnes.net greindi frá í dag.
Bilzerian ferðast um heiminn í einkaflugvél af glæsilegri gerðinni og oftar en ekki í fylgd glæsikvenna og birtir myndir af ferðalögum sínum á flest öllum samfélagsmiðlum sem í boði eru en kappinn er með um 27 milljónir fylgjenda á Instagram.
Hópurinn kom til landsins á umræddri einkaflugvél, en eins og sjá má hér fyrir neðan er oftar en ekki glatt á hjalla í vélinni sem nú er stödd á Keflavíkurflugvelli, klár í næsta ævintýri.
Vélin á Keflavíkurflugvelli: