Nýjast á Local Suðurnes

Starfsmannafélag lögreglunnar gaf spjaldtölvur

Talsverð fjárhæð safnaðist í bingói starfsmannafélags Lögreglunnar á Suðurnesjum sem haldið var up páskana og var ákveðið að styrkja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með kaupum á búnaði.

Í pistli á Facebook-síðu lögreglunnar kemur fram að ákveðið hafi verið að hafa samband við HSS og kanna hvað væri efst á óskalistanum. Úr varð að keyptar voru þrjár Ipad spjaldtölvur fyrir börn sem þurfa að nýta þjónustu heilbrigðisstofnunarinnar.